Fyrirtækið
Láshúsið var stofnað árið 1999 af Valdimari Eggertssyni. Valdimar hafði starfað hjá fyrirtæki sem hét Byggingavörur ehf frá 17 ára aldri áður en þegar það var selt stofnaði hann Láshúsið. Til að byrja með vorum við 3 sem höfðum starfað hjá Byggingavörum. Á upphafsárum Láshúsins þjónustuðum við Assa kerfi en árið 2017 komust við í kynni við Evva og erum við mjög ánægðir með endingu og gæði vörurnar hjá þeim.
Össur Pétur Valdimarsson er lærður smiður en er búinn að vinna við lásasmíði síðan hann var 17 ára. Össi smíðar masterlyklakerfi og sér um almenna afgreiðslu. Erlendur Jón Ólafsson er gallharður KR ingur og er búinn að vera hjá okkur síðan 2017. Elli smíðar lykla og sinnir almennri afgreiðslu. Valdimar Þórsson er barnabarn Valdimars og hefur starfað hjá okkur síðan hann var 16 ára í hlutastarfi með skóla. Valdi smíðar masterlyklakerfi og sinnir almennri afgreiðslu.

Almenn afgreiðsla
Almenn afgreiðsla
Almenn afgreiðsla

